Markaður.is

Vefsíðan www.skiptibokamarkadur.is var stofnuð þann 10.ágúst 2009 en nafni hennar hefur nú verið breytt í Markaður.is. Viðtökur hafa verið góðar frá því síðan fór í loftið og eru innskráðir notendur orðnir á annan tug þúsunda.

Hugmyndin að síðunni kviknaði í kjölfar bankahrunsins þegar ljóst var að verð á bókum mundi hækka töluvert og því getur munað umtalsverðum fjármunum að kaupa bækurnar notaðar þegar því verður komið við. Í framhaldinu var síðan hafist handa við að búa til síðuna skiptibokamarkadur.is þar sem nemar geta milliliðalaust óskað eftir, eða auglýst eftir notuðum bókum. Þjónustan stendur notendum til boða að kostnaðarlausu. Síðan er alfarið fjármögnuð með auglýsingatekjum.

Þeir sem vilja selja/óska eftir bók skrá sig inn á síðuna og geta síðan skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Þeir notendur sem eru að leita sér að bók geta notað leitarhnappinn og sett inn t.d. titil á bók, ISBN-númer eða höfund.