Öryggis- og persónuverndarstefna

 1. Gagnaöryggi og aðgangsstjórnun
 • Upplýsingar um notendur eru eingöngu aðgengilegar starfsfólki Markaðarins sem starfar við að reka, þróa, eða bæta vefsíðuna. Allur aðgangur starfsmanna að gögnum notenda er skráður í gagnagrunn svo ávallt sé hægt að sjá hverjir hafa getað skoðað upplýsingar um notendur á hverjum tímapunkti. 
 1. Persónugreinanlegar upplýsingar
 • Markaður safnar eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er. Upplýsingum sem safnað er eru: netfang, fullt nafn, símanúmer, heimilisfang og kennitala.
 • Allar greiðslur sem fara í gegnum vefsíðuna eru dulkóðaðar en Markaður hefur engan aðgang að greiðslukortaupplýsingum notenda.
 1. Markaður ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan eða óöruggan:
 • Markaður mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar eða notenda til þriðja aðila.
 • Þrátt fyrir fyrrgreint áskilur Maraður sér rétt rétt til að afhenda upplýsingar notendur til þriðja aðila ef:
 • Markaðnum ber að gera það samkvæmt lögum.
 • Um er að ræða aðila sem þjónustar Markaðinn og meðhöndlar þær sem trúnaðarupplýsingar.
 • Þegar notendur heimsækja vefsvæði markadur.is kann Markaður að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á markadur.is, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Eru fyrrgreindar upplýsingar aðeins nýttar til þess að geta boðíð notendum vefsíðunnar upp á betri þjónustu.
 • Notendaskilmálar og öryggisstefna Markaðar verður ávallt aðgengileg á vefsvæðinu markadur.is. Markaður áskilur sér rétt til að breyta öryggisstefnu þessari af og til eins og þurfa þykir. Öryggis- og persónuverndarstefna Markaðar var síðast uppfærð 30.10.2015. 
 1. Ef þú hefur frekari spurningar
 • þá ekki hika við að hafa samband, samband@markadur.is